Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2022 | 10:09
Áfengi er líka efni.
Langaði bara að benda fólki á að áfengi er líka fíkniefni/vímuefni. Það er algjör óþarfi að segja "áfengi og efni". Nóg að segja bara vímuefni/fíkniefni. Við sem erum með fíknisjúkdómin erum líka flest sammála um það að af öllum þessum efnum er áfengið verst. Hún leiddist þar að leiðandi út í "efni" um leið og hún byrjaði að drekka.
12 ára og drakk hverja helgi en leiddist svo út í efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2022 | 10:54
Það er svo vel hugsað um okkur...
Alltaf er heilsa landsmanna í fyrsta sæti hér á íslandi. Nú á að taka sénsin á að skapa ópíóða fíkla í stað þess að setja á hömlur aftur til þess að bæla niður bylgjuna. Ferða iðnaðurinn lengi lifi!!! Þið hin megið éta kódín... Vill taka það fram að ég misti einn af mínum allra bestu vinum vegna kódíns ofurskammts þannig að ég er eilítið bitur þegar kemur að þessu. Ópíóðar eru ekkert grín.
Parkódín án lyfjaávísunar fyrir Covid-smitaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2022 | 20:24
Má ég fá ábót?
Er eitthvað á þessu elskulega landi eftir sem ekki er ábótavant?
Öryggi í vegavinnu ábótavant hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2022 | 13:43
Fæla hvern frá hverju?
Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvaða ávinningur yrði af innrás inní okkar elskulegu eyju. Við eigum engar auðlindir sem áhugi er á, það er vont veður hér nánast allann ársins hring og því erfitt að verða sér útum mat. Það er eiginlega mesta furða að það hafi fólk fest land hér yfirhöfuð. Við þurfum engar hersveitir því aðstæður hér bera með sér nægan fælingarmátt útaf fyrir sig og þessvegna erum við í þeiri frábæru stöðu að við getum verið algjörlega hlutlaus þegar kemur að viðbjóði einsog stríði.
Föst viðvera herliðs á Íslandi hafi fælingarmátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2022 | 14:09
Sami klefi fyrir alla.
En bara að hætta þessum aðskilnaði alfarið og hafa bara sömu klefa fyrir alla? Ég er ekki að vera kaldhæðinn. Mér finnst löngu kominn tími á það. Við hefðum aldrei átt að skilja að klefana til þess að byrja með.
Vilja ókyngreinda klefa í Neskaupstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2022 | 15:33
Hring eftir hring...
Bíddu bíddu... er árið 2002 gegnið í garð aftur? Var ekki búið að reyna þetta með tilheyrandi skelli árið 2007-2008? Ætlum við í alvöru að endurtaka sömu vitleysuna aftur og búast við annari niðurstöðu í þetta skiptið? Eða er það kannski planið? Svo eitthverjir nokkrir gráhærðir jakkafataskallakallar græði milljarða og við hin missum allt? Maður spyr sig... mistök eru mistök en þegar þú gerir sömu mistökin aftur þá eru það ekki mistök heldur ákvörðun.
Ríkisstjórnin ræðir frekari sölu á Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2022 | 20:32
Verkin tala...
Miðað við hversu léleg staða okkar verkamanna og láglauna fólks er þá er það bara alveg rétt hja henni. Þið eruð ónytjungar og svo sannarlega bara í áskrift að laununum ykkar. Ef svo er ekki sýniði það þá í verki.
Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2022 | 11:22
"Brúin" sem aldrei nær yfir allt gilið.
Ég er farinn að sjá nokkuð skýrt þema hjá þeim sem stjórna þessu landi en það þema er það að hjálpin og/eða styrkirnir eru nánast alltaf þannig að þeir ná aldrei nema í mesta lagi hálfa leið. Það þýðir ekkert að reyna að byggja 100 metra brú yfir 300 metra breytt gil. Það getur enginn hoppað sjálfur yfir hina 200 metrana eða þá að eitthver annar sjái svo um að klára brúna með engin úræði eða kunnáttu til slíks. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að ef það á að biðla til fólks að vera bílaus í 3 ár sem dæmi þá þarf líka að hafa verðlaunin/hvatann þriggja ára langann en ekki eins árs langann einsog hér er verið að reyna...
Strætókort í staðinn fyrir bílpróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2022 | 14:10
Choke me daddy...
Að reyna að halda því fram að kyrkingar sé fyrirbæri sem ekki kom upp í koll fólks í gegnum klámið er vitleysa á svo stórum skala að hann jaðar við það að verða stjarnfræðilegur. Ofbeldi í kynlífi er aldrei í lagi og það að samþykkja það að hinn aðilinnn taki þig hálstaki og kyrkji þig er merki um það að sjálfsvirðingin sé á eitthvern hátt brotin og sýnir okkur það svart á hvítu hvernig konur í gegnum nauðgunarmenninguna og klámið er farnar að líta niður á sjálfar sig og samþykkja kúgun af hálfu karlpeningsins... Þetta þarf að stoppa og það strax... það er vissulega ekki í lagi að segja fólki hvað það má fíla en það er heldur ekki í lagi að segja fólki hvað það á að fíla í gegnum heilaþvott. Ég hef oft lent í því í svefnherberginu að konur biðji mig um að gera niðurlægjandi hluti við sig en verða svo mjög fegnar þegar ég segist ekki hafa áhuga á að niðurlægja þær á þann hátt og viðurkenna þá fyrir mér að þær segi þetta bara og þykjast fíla því þær haldi að þær eigi að fíla þetta og að þetta sé það sem karlmenn vilji gera...
Skiptar skoðanir á fræðslu um kyrkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2022 | 01:08
Farið varlega.
Því var líka haldið fram með fyrstu tilraunar bóluefnin að þau hefðu 90% virkni... við vitum öll hvernig það fór. Ekki gera sömu mistökin aftur mbl.
Aukaverkanir algengari meðal barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |