6.1.2022 | 10:09
Valfrelsi.
Nú er ég sjálfur bólusettur en mér finnst þessi samfélagsþrýstingur undanfarinn misseri jafn kjánalegur og hann er hættulegur. Fólk á rétt á því að hugsa fyrir sjálft sig og velja sjálft hvað það setur í sinn líkama og ef þessar bólusetningar eru að virka einsog fræðimenn segja að þær virki eigum við sem bólusett erum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að lítill hópur manna ákveði að sleppa því. Give me freedom or give me death einsog maðurinn sagði þarna um árið. Eða fellur það úr gildi þegar menn eru hræddir um eigið skinn?
Hvetur fólk til að fá sér ódýrustu tryggingu allra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2021 | 18:53
Hámarka gróða
Er ekki bara kominn tími á að þrýsta á að fyrirtæki skipti yfir í vistvænni umbúðir svo við getum hætt að vinna fyrir þau alveg frítt við það að flokka og skila þessu? Eða eru menn að hafa áhyggjur af því að greyjin litlu nái þá ekki að hámarka gróðan?
Hefur dregið úr trausti almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2021 | 13:03
Bezt í heimi!
Þrjár manneskjur á gjörgæslu vegna covid og spítalinn færður yfir í hættuástand. Hversu lélegt er það kæru samfélagar? Ég kæmi hæglega fyrir þremur sjuklingum hérna í hjólageymsluna hjá mér. Viljum við hafa þetta svona? Eitthver staðar heyrði ég það að þegar samfélag hættir að þykja vænt um og huga að þeim veiku þá er það ekki lengur samfélag. Er íslenskt samfélag hrunið? Er einstaklingshyggjan, spillingin, græðgin og eigingirnin hægt og rólega að kæfa íslenskt samfélag í svefni? Eru engir leiðtogar efir... engar hetjur eftir? Er búið að kaupa þá/þær allar?
13 á spítala vegna Covid-19 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |