21.3.2022 | 10:09
Áfengi er líka efni.
Langaði bara að benda fólki á að áfengi er líka fíkniefni/vímuefni. Það er algjör óþarfi að segja "áfengi og efni". Nóg að segja bara vímuefni/fíkniefni. Við sem erum með fíknisjúkdómin erum líka flest sammála um það að af öllum þessum efnum er áfengið verst. Hún leiddist þar að leiðandi út í "efni" um leið og hún byrjaði að drekka.
![]() |
12 ára og drakk hverja helgi en leiddist svo út í efni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2022 | 10:54
Það er svo vel hugsað um okkur...
Alltaf er heilsa landsmanna í fyrsta sæti hér á íslandi. Nú á að taka sénsin á að skapa ópíóða fíkla í stað þess að setja á hömlur aftur til þess að bæla niður bylgjuna. Ferða iðnaðurinn lengi lifi!!! Þið hin megið éta kódín... Vill taka það fram að ég misti einn af mínum allra bestu vinum vegna kódíns ofurskammts þannig að ég er eilítið bitur þegar kemur að þessu. Ópíóðar eru ekkert grín.
![]() |
Parkódín án lyfjaávísunar fyrir Covid-smitaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2022 | 20:24
Má ég fá ábót?
Er eitthvað á þessu elskulega landi eftir sem ekki er ábótavant?
![]() |
Öryggi í vegavinnu ábótavant hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2022 | 13:43
Fæla hvern frá hverju?
Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvaða ávinningur yrði af innrás inní okkar elskulegu eyju. Við eigum engar auðlindir sem áhugi er á, það er vont veður hér nánast allann ársins hring og því erfitt að verða sér útum mat. Það er eiginlega mesta furða að það hafi fólk fest land hér yfirhöfuð. Við þurfum engar hersveitir því aðstæður hér bera með sér nægan fælingarmátt útaf fyrir sig og þessvegna erum við í þeiri frábæru stöðu að við getum verið algjörlega hlutlaus þegar kemur að viðbjóði einsog stríði.
![]() |
Föst viðvera herliðs á Íslandi hafi fælingarmátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |