30.1.2022 | 11:22
"Brúin" sem aldrei nær yfir allt gilið.
Ég er farinn að sjá nokkuð skýrt þema hjá þeim sem stjórna þessu landi en það þema er það að hjálpin og/eða styrkirnir eru nánast alltaf þannig að þeir ná aldrei nema í mesta lagi hálfa leið. Það þýðir ekkert að reyna að byggja 100 metra brú yfir 300 metra breytt gil. Það getur enginn hoppað sjálfur yfir hina 200 metrana eða þá að eitthver annar sjái svo um að klára brúna með engin úræði eða kunnáttu til slíks. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að ef það á að biðla til fólks að vera bílaus í 3 ár sem dæmi þá þarf líka að hafa verðlaunin/hvatann þriggja ára langann en ekki eins árs langann einsog hér er verið að reyna...
![]() |
Strætókort í staðinn fyrir bílpróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2022 | 14:10
Choke me daddy...
Að reyna að halda því fram að kyrkingar sé fyrirbæri sem ekki kom upp í koll fólks í gegnum klámið er vitleysa á svo stórum skala að hann jaðar við það að verða stjarnfræðilegur. Ofbeldi í kynlífi er aldrei í lagi og það að samþykkja það að hinn aðilinnn taki þig hálstaki og kyrkji þig er merki um það að sjálfsvirðingin sé á eitthvern hátt brotin og sýnir okkur það svart á hvítu hvernig konur í gegnum nauðgunarmenninguna og klámið er farnar að líta niður á sjálfar sig og samþykkja kúgun af hálfu karlpeningsins... Þetta þarf að stoppa og það strax... það er vissulega ekki í lagi að segja fólki hvað það má fíla en það er heldur ekki í lagi að segja fólki hvað það á að fíla í gegnum heilaþvott. Ég hef oft lent í því í svefnherberginu að konur biðji mig um að gera niðurlægjandi hluti við sig en verða svo mjög fegnar þegar ég segist ekki hafa áhuga á að niðurlægja þær á þann hátt og viðurkenna þá fyrir mér að þær segi þetta bara og þykjast fíla því þær haldi að þær eigi að fíla þetta og að þetta sé það sem karlmenn vilji gera...
![]() |
Skiptar skoðanir á fræðslu um kyrkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2022 | 01:08
Farið varlega.
Því var líka haldið fram með fyrstu tilraunar bóluefnin að þau hefðu 90% virkni... við vitum öll hvernig það fór. Ekki gera sömu mistökin aftur mbl.
![]() |
Aukaverkanir algengari meðal barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2022 | 10:09
Valfrelsi.
Nú er ég sjálfur bólusettur en mér finnst þessi samfélagsþrýstingur undanfarinn misseri jafn kjánalegur og hann er hættulegur. Fólk á rétt á því að hugsa fyrir sjálft sig og velja sjálft hvað það setur í sinn líkama og ef þessar bólusetningar eru að virka einsog fræðimenn segja að þær virki eigum við sem bólusett erum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að lítill hópur manna ákveði að sleppa því. Give me freedom or give me death einsog maðurinn sagði þarna um árið. Eða fellur það úr gildi þegar menn eru hræddir um eigið skinn?
![]() |
Hvetur fólk til að fá sér ódýrustu tryggingu allra tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |